Hjálp


Leiðbeiningar fyrir Garmin hjólatölvur

Leiðbeiningar fyrir aðrar hjólatölvur

Hvað þarf ég að hafa með mér?

Í móti líkt og Grefillinn ertu á eigin ábyrgð og þarft að geta bjargað þér. Eftirfarandi er listi af atriðum sem við mælum sterklega með að þú íhugir.

 • GPS tæki með leiðina vistaða á tækinu.

 • Það er skylda að vera með síma meðferðis. Mælum með að hann sé í lokuðum poka.

 • Vertu með vatn með þér.

 • Orkubitar eða orkugel eru nauðsynlegir.

 • Auka slöngu/slöngur. Það getur nú alveg sprungið!

 • Dekkjaþræla. Þarftu ekki að ná dekkinu af?

 • Pumpu og/eða CO2 hylki af því að það er svo vont að blása í ventilinn.

 • Keðjuolíu.

 • Regnjakki getur komið sér vel efst í Kaldadalnum.

Tjaldstæðið að Brautartungu

Keppendum og gestum þeim tengdum býðst að nýta sér þá aðstöðu sem er fyrir hendi við félagsheimilið að Brautartungu aðfaranótt keppnisdags á meðan pláss leyfir.

Nokkur atriði varðandi aðstöðuna:

 • Salernisaðstaða.

 • Aðgangur að uppþvottaaðstöðu.

 • Rafmagnstenglar eru af skornum skammti.

 • Aðgangur að sundlaug. Lokar kl. 22:00

Hvað er í boði á næringarstöðinni?

Á drykkjarstöðinni er ýmislegt í boði fyrir þá sem fara Grefilinn.

GPX skrár fyrir Grefilinn og Hálfan Grefil

Fyrir þá sem vilja setja GPX skrárnar beint inn í GPS hjólatölvur er hægt að nálgast skrárnar hér.