Komoot fyrir Garmin

Garmin búðin er styrktaraðili Grefilsins.

Tækið sem sýnt er hér fyrir neðan er Garmin Edge 1030 Plus.

Þarftu að endurnýja? Sjá allar upplýsingar um tækið.

Hvernig sæki ég leiðirnar og vista þær í Garmin tækið mitt?

Ertu búinn að setja upp Komoot í Garmin tækinu þínu?

Fyrst þarf að sækja appið fyrir Garmin tækið. Sjá hér: Komoot | Garmin Connect IQ

Ertu búinn að afrita leiðina úr Komoot yfir á þinn aðgang?

Til þess að geta fengið Grefilinn upp á Garmin tækinu þarftu að vera búinn að afrita leiðarlýsinga á Komoot yfir á þinn aðgang á Komoot.

Skref 1

Byrja þarf á því að smella á IQ táknmyndina á forsíðu Garmin tækisins til að komast inn í valmynd þar sem allar viðbætur við tækið eru.

Skref 2

Þegar við erum komin inn í valmyndina þar sem allar viðbætur eru smellum við á Komoot til að opna þá viðbót.

Skref 3

Við það opnast Komoot viðbótin í Garmin Edge tækinu. Um leið birtast allar þær leiðir sem þú hefur vistað inni á þínum prófíl á www.komoot.com.

Ef engar leiðir birtast hjá þér þarftu að fylgja þessum leiðbeiningum.

Carousel imageCarousel imageCarousel imageCarousel image

Skref 4

Þegar þið hafið opnað leiðina er hægt að skoða prófílinn á henni með því að nota örvatakkana neðst á skjánum. Hægt er að fletta í gegnum valmyndirnar hér vinstra megin.

Tækið sýnir m.a. heildar hækkun, vegalengd, áætlaðan tíma, vegalegndir mismunandi gerða af vegum o.s.frv.

Carousel imageCarousel imageCarousel image

Skref 5

Til að tryggja að hægt sé að sækja leiðina án þess að vera bundin við símsamband er skyngsamlegast að virkja "Offline available". Þegar það er gert breytist valmyndin í "Downloading" og að lokum stendur "Offline available" og hakað við.

Skref 6

Þegar byrja á að hjóla eftir leiðinni er smellt á "Start" og við það opnast valmynd sem sýnir þá prófíla sem þú ert með á tækinu þínu.

Skref 7

Í þessu skrefi velurðu þann prófíl sem þú vilt nota á tækinu þínu.

ATH að þessi prófílar eru mismunandi hjá hverjum og einum og ekki víst að þessir prófílar séu í þínu tæki.

Skref 8

Eftir að hafa valið þann prófíl sem þú vilt nota birtist þessi valmynd.

Hér er ekkert annað að gera en að smella á "Ride" og þruma af stað.

Spurt og svarað

Já, en ég er ekki með Garmin tæki?

Ok, ekkert mál. Þú getur alltaf sótt leiðina sem GPX skrá og vistað í tækinu þínu.

Ertu nokkuð með Wahoo tæki? Skoðaðu þessar leiðbeiningar.

Leiðbeiningar um hvernig hægt er að sækja GPX skrá má finna hér. Þú þarft svo að finna leiðbeiningar um hvernig skráin er sett inn á þitt tæki á heimasíðu framleiðanda þess tækis.

Einnig geturðu athugað hvort tækið þitt sé á þessum lista hjá Komoot.

Hvar finn ég Komoot app fyrir símann minn?

Komoot er hægt að sækja fyrir bæði iOS og Android.

iOS (iPhone) má fá finna hér.

Android má finna hér.

Þarf ég landakort í tækið mitt?

Já, það er möguleiki. Kannaðu hvort Íslandskort hafi fylgt Garmin tækinu þínu þegar þú keyptir það. Ef þú ert ekki viss er best að fá upplýsingar frá söluaðila tækisins um slíkt.

Mikilvægt er að vera með kort af Íslandi á tækinu þannig að leiðarlýsingar virki með sem bestum hætti.

Get ég ekki bara fengið GPX skrá?

Já, það er möguleiki. GPX skrár eru í hjálpinni. Sjá hér.