Komoot fyrir Wahoo


Hvernig sæki ég leiðirnar og vista þær í Wahoo tækið mitt?

Wahoo og Kamoot

Hverjum og einum keppanda er skylt að passa upp á að vista leiðina í tækið sitt og hafa aðgengilega án nettengingar meðan á keppni stendur.

Munið, þið eruð á eigin ábyrgð og þurfið að rata rétta leið.

Komoot og Wahoo eru 100% samhæfð, þ.e. eftir að búið er að tengja Komoot í Wahoo ELEMENT Companion appinu birtast allar Komoot leiðir sjálfkrafa í tækinu.


Spurt og svarað

Já, en ég er ekki með Wahoo tæki?

Ok, ekkert mál. Þú getur alltaf sótt leiðina sem GPX skrá og vistað í tækinu þínu.

Ertu nokkuð með Garmin tæki? Skoðaðu þessar leiðbeiningar.

Leiðbeiningar um hvernig hægt er að sækja GPX skrá má finna hér. Þú þarft svo að finna leiðbeiningar um hvernig skráin er sett inn á þitt tæki á heimasíðu framleiðanda þess tækis.

Einnig geturðu athugað hvort tækið þitt sé á þessum lista hjá Komoot.

Hvar finn ég Komoot app fyrir símann minn?

Komoot er hægt að sækja fyrir bæði iOS og Android.

iOS (iPhone) má fá finna hér.

Android má finna hér.

Þarf ég landakort í tækið mitt?

Já, það er möguleiki. Kannaðu hvort Íslandskort hafi fylgt Wahoo tækinu þínu þegar þú keyptir það. Ef þú ert ekki viss er best að fá upplýsingar frá söluaðila tækisins um slíkt.

Mikilvægt er að vera með kort af Íslandi á tækinu þannig að leiðarlýsingar virki með sem bestum hætti.

Get ég ekki bara fengið GPX skrá?

Já, það er möguleiki. GPX skrár eru í hjálpinni. Sjá hér.