Keppnin


Komdu og vertu með!

Hvort viltu bruna 174 km leið um hálendi Íslands eða rúlla styttri 65 km leið um náttúruparadísina í Skorradal.

Sunnudaginn 15. ágúst 2021 fer fram fyrsta malarhjólreiðamót Breiðabliks í Borgarfirði.

Mótið

Mótið er fyrst og fremst hugsað sem mót fyrir malarhjólreiðar en það er í raun undir þér komið hvaða tegund af hjóli þú velur*. Ef þú átt ekki malarhjól, þá er velkomið að rúlla þetta á fjallahjóli.

Leiðirnar tvær sem verða í boði kallast Grefillinn og Hálfur Grefill.

Grefillinn leiðir þig inn á stórbrotið landslag hálendis Íslands áður en haldið er í gegnum gróðursælt og fallegt umhverfi Borgarfjarðar. Hálfur Grefill er styttri leið þar sem keppendur geta notið þess að fara í gegnum Lundarreykjadal og Skorradal.

Fyrirkomulag

Keppnin er sett upp með svipuðum hætti og aðrar keppnir í þessum flokki, þ.e. hver keppandi ber sjálfur ábyrgð á að rata rétta leið og þarf að geta verið engum háður. Að því gefnu er gerð krafa til keppenda að þeir séu með leiðarlýsingu vistaða í símtækjum eða hjólatölvu. Leiðbeiningar um slíkt má finna í hjálpinni.

Aldurstakmark er sett á keppnina þar sem fyrirkomulag hennar er með þeim hætti að hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér og þarf að komast leiðar sinna án utanaðkomandi aðstoðar. Sjá nánar í reglum.

Fyrirvarar

Veðrið leikur gríðarlega mikilvægan þátt í mótahaldinu og því getur komið upp sú staða að fresta þurfi mótinu, eða jafnvel aflýsa. Ef slíkt gerist mun tilkynning þar af lútandi verða sett inn á þessa síðu og jafnframt á viðburðarsíðu mótsins á Facebook.


Mótsgjald

Félagsheimilið að Brautartungu

Hvað er innifalið?

Breiðablik hefur lagt mikið upp úr því að setja upp glæsilegt mót þar sem boðið er upp á aðgang að tjaldstæði við Brautartungu aðfaranótt keppnisdags, grill, sund og að sjálfsögðu alveg geggjaða braut.

Innifalið í mótsgjaldi er því meira en gengur og gerist:

 • Keppnisgjald

 • Aðgangur að tjaldstæði aðfaranótt keppnisdags

 • Næring á drykkjarstöð

 • Grill að lokinni keppni

 • Aðgangur að alvöru sveitalaug að lokinni keppni

Verð

Skráningargjald er:

Til miðnættis 8. ágúst: 10.000 kr.

Frá 8. ágúst til 12. ágúst kl. 17:00: 15.000 kr.

Skráningarfrestur rennur út kl. 17:00 þann 12. ágúst


Flokkar

Grefillinn

Karlar

 • Elite/Pro

 • Master 18-44 ára

 • Master 45 + ára

Konur

 • Elite/Pro

 • Master 18-44 ára

 • Master 45 + ára


Hálfur Grefill

Karlar

 • Almenningur

Konur

 • Almenningur


Athugið að engin tenging er á milli þessara flokka og þeirra sem eru í mótum þar sem reglur Hjólreiðasambands Íslands gilda. Þú velur þann flokk sem þú treystir þér í eða hefur aldur til.


Mótanefnd og dómarar

Tengiliðaupplýsingar má finna hér:

Keppnisstjóri:

Andri Már Helgason, 859-3215, andrimar@andrimar.com

Dómari:

Hjalti Gautur Hjartarson, 692-8114, hjalti@hri.is

Aðrir tengiliðir:

Hákon Örn Hákonarson, 864-0875, hakonarson@gmail.com
Denni Jónsson, 899-2572, denni@matfugl.is
María Sæmundsdóttir, 864-9640, maria.saem@simnet.is