Brautin

Grefillinn - 174 km

Grefillinn - 174 km

Brautin er krefjandi og getur tekið allt frá 8-12 klst.

Byrjað er við félagsheimilið í Brautartungu í Lundarreykjadal. Fyrsta klifrið er upp Uxahryggjaveg áleiðis að gatnamótum þar sem tekin er vinstri beygja inn Kaldadal. Farið er í gegnum allan Kaldadalinn og alla leið niður í átt að Hvítársíðu. Þar er hjólað í gegnum Reykholtsdal, inn í Flókadal og síðan áleiðis niður að Skorradal. Farið er í gegnum allan Skorradalinn og upp aftur á Uxahryggjaveg og þaðan niður í átt að félagsheimilinu að Brautartungu þar sem endamarkið er.

Vöð

Á þessari leið eru tvö vöð sem þarf að fara yfir.

Fyrra vaðið er við Reykholtsveg og yfir Reykjadalsá.

Seinna vaðið er yfir Tunguá þegar komið er upp úr Skorradal og upp á Uxahryggjaveg.

Drykkjarstöð

Þegar rætt tæplega 75 km eru eftir af brautinni er komið að drykkjarstöð í Logalandi. Þar verður hægt að fylla á vatnsbrúsa og narta í eitthvað góðgæti. Einnig verður mögulegt að komast á salerni.

Skiptitaska á drykkjarstöð

Hægt er að koma af sér tösku með þurrum fötum sem gott gæti verið að grípa í eftir fyrra vaðið. Koma þarf töskunum á starfsfólk Breiðabliks í félagsheimilinu að Brautartungu fyrir ræsingu. Allar töskur verða síðan ferjaðar upp í Logaland. Þegar drykkjarstöðinni er lokað í Loglandi verður þeim komið aftur niður í félagsheimilið í Brautartungu.

Vinsamlegast passið upp á að merkja tösku með nafni og símanúmeri.

Helstu tölur

Lengd: 174 km

Hækkun: 1.660 m

Hæsti punktur: 720 m

Leiðarlýsing

Ítarlega leið af Greflinum má finna á Komoot sem jafnframt inniheldur GPS leiðarlýsingu fyrir brautin ásamt myndum af helstu beygjum, vöðum og áhugaverðum stöðum. Fyrir þá sem ekki kjósa að notast við Komoot er hægt að nálgast GPX skrár hér.

Hálfur Grefill - 65 km

Hálfur Grefill - 65 km

Brautin er nokkuð þægileg, ekki mikil hækkun og malarkaflar fínir. Erfiðasti parturinn af brautinni er línuvegur upp úr Skorradal. Brautin hentar því öllum þeim sem vilja njóta þess að hjóla í góðum félagsskap.

Byrjað er við félagsheimilið í Brautartungu í Lundarreykjardal. Hjólað er út Lundarreykjadal að norðanverðu og áleiðis niður í Skorradal. Farið er í gegnum allan Skorradalinn og upp aftur á Uxahryggjaveg og þaðan niður í átt að félagsheimilinu að Brautartungu þar sem endamarkið er.

Vöð

Á þessari leið er eitt vað sem þarf að fara yfir.

Vaðið er yfir Tunguá þegar komið er upp úr Skorradal og upp á Uxahryggjaveg.

Helstu tölur

Lengd: 65 km

Hækkun: 610 m

Hæsti punktur: 330 m

Leiðarlýsing

Ítarlega leið af Hálfum Grefli má finna á Komoot sem jafnframt inniheldur GPS leiðarlýsingu fyrir brautina ásamt myndum af helstu beygjum, vöðum og áhugaverðum stöðum. Fyrir þá sem ekki kjósa að notast við Komoot er hægt að nálgast GPX skrár hér.