Keppnisgögn

Afhending keppnisgagna

Smárinn, Kópavogi

Keppnisgögn verða afhent kl. 17-19 í Smáranum í Kópavogi,
föstudaginn 13. ágúst 2021. Þeir keppendur sem hafa ekki tök á að sækja gögnin geta fengið þau afhent í Brautartungu kl. 8:00-8:15 fyrir ræsingu.

Keppnishaldari hvetur keppendur til að sækja keppnisgögn á föstudeginum fyrir mót til að forðast hópamyndun og raðir á keppnisdegi.

Keppnisgögn

  1. Eitt keppnisnúmer með tímatökuflögu.

  2. 4 plastbensli fyrir keppnisnúmer á stýri.

Rétt staðsetning

Númer og tímatökuflaga

Keppnisnúmer sem inniheldur einnig tímatökuflögu skal festa á stýri með þar til gerðum plastbenslum.

Keppendur án tímaflögu eða rangt festa fá ekki tíma.